Pétur Marteinsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík

Niðurstöður flokksvals Samfylkingarinnar í Reykjavík voru kynntar í Iðnó laugardaginn 24. janúar, að lokinni kosningu meðal félagsmanna flokksins í Reykjavík.
Alls voru 16 frambjóðendur í kjöri og kepptu þau um sex efstu sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Kosningin hófst klukkan 00:00 og lauk klukkan 18:00. Flokksvalið fór fram með rafrænni kosningu og var kjörsókn góð og var 69,7%.
Pétur H. Marteinsson bar sigur úr býtum í oddvitavali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann er rekstrarmaður í Reykjavík, búsettur í Vesturbænum og alinn upp í Breiðholti og Árbæ. Pétur býr yfir víðtækri reynslu af atvinnulífi og borgarþróun og leggur áherslu á sterka forystu Samfylkingarinnar í Reykjavík, bætta þjónustu borgarinnar, einfaldari stjórnsýslu og að auðvelda daglegt líf borgarbúa.
Niðurstöður flokksvalsins eru eftirfarandi:
1. Pétur H. Marteinsson
2. Heiða Björg Hilmisdóttir
3. Steinunn Gyðju- og Guðjónsdóttir
4. Skúli Helgason
5. Stein Olav Romslo
6. Bjarnveig Birta Bjarnadóttir
Með niðurstöðunum liggur nú fyrir öflugur framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík.