Samfylkingin í Hafnarfirði hefur ákveðið uppstillingu

Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði þann 8. janúar var tillaga stjórnar að raðað yrði á framboðslista af sérkjörinni uppstillingarnefnd samþykkt.
Tillaga stjórnar í heild sinni.
- Raðað skal frambjóðendum af gagnstæðu kyni í 1. og 2. sætið. Leitast skal við að raða frambjóðendum á víxl eftir kyni, mest má setja frambjóðendur af sama kyni tvö sæti í röð og skulu þá næstu tvö sæti hafa frambjóðendur af öðru kyni.
- Ávallt skal leitast við að á framboðslistum séu frambjóðendur yngri en 35 ára í að minnsta kosti fimmtungi þeirra sæta sem stillt er upp í.
- Frambjóðendur skulu hafa fjölbreyttan bakgrunn og ólíka reynslu og líta skal sérstaklega til nýliðunar á listanum.
Uppstillingarnefnd:
- Anna Kristín Jóhannsdóttir
- Ágúst Arnar Þráinsson
- Gauti Skúlason
- Ingvar Viktorsson
- Kolbrún Lára Kjartansdóttir
Uppstillingarnefnd skiptir með sér verkum.
Boðað verður til félagsfundar til þess að bera listann upp til samþykktar ekki seinna en laugardaginn 28. febrúar.
Frekari upplýsingar frá uppstillingarnefnd berast félagsfólki fljótlega.