Samfylkingin í Reykjavík óskar eftir framboðum og tilnefningum

Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík fór fram á laugardaginn var, 24. janúar.
Þar var kosið um sex efstu frambjóðendur á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 16. maí. Með niðurstöðunum hefst næsti áfangi í uppstillingu framboðslistans fyrir komandi kosningar.
Á framboðslista Samfylkingarinnar verða alls 46 nöfn, en borgarfulltrúar eru 23 talsins. Uppstillingarnefnd í Reykjavík óskar nú eftir framboðum og tilnefningum í sæti 7–46 á listanum. Félagsmenn geta bæði boðið sig sjálf fram eða tilnefnt aðra sem þeir telja eiga erindi á framboðslistann.
Framboð og tilnefningar skulu sendar á netfangið uppstillingarnefnd26@gmail.com eigi síðar en klukkan 16:00 föstudaginn 30. janúar. Uppstillingarnefnd mun fara yfir allar innsendar tillögur.
Samkvæmt samþykkt Fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík skal framboðslisti kynntur eins fljótt og auðið er og eigi síðar en 28. febrúar. Þá verður tillaga uppstillingarnefndar lögð fyrir allsherjarfund Fulltrúaráðsins.
Í uppstillingarnefnd sitja Björk Vilhelmsdóttir, Gréta Dögg Þórisdóttir, Magnús Skjöld, Starri Reynisson og Vilborg Oddsdóttir.