Uppstilling í Hafnarfirði - allt sem þú þarft að vita

Hér má finna allar upplýsingar um uppstillingu í Hafnarfirði. 

Framboð og tilnefningar

Hægt er að bjóða sig fram og/eða tilnefna fólk í gegnum þetta rafræna eyðublað

Viðmið um frest 

Uppstillingarnefnd biðlar til fólks að skila inn framboðum og tilnefningum eigi síðar en fyrir lok dags 31. janúar. Athugið að hér er einungis um viðmið að ræða, tekið verður á móti framboðum og tilnefningum eftir þann tíma en slíkt viðmið auðveldar uppstillingarnefnd í vinnu sinni við uppröðun á lista. 

Að lokum

Uppstillingarnefnd hvetur sem flest til þess að bjóða sig fram og/eða tilnefna mögulega frambjóðendur. Fyrir frekari fyrirspurnir er hægt að senda póst á [email protected]

Boðað verður til félagsfundar hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði til þess að bera listann upp til samþykktar ekki seinna en laugardaginn 28. febrúar.

Kær kveðja uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Anna Kristín Jóhannesdóttir

Ágúst Arnar Þráinsson 

Gauti Skúlason

Ingvar Júlíus Viktorsson

Kolbrún Lára Kjartansdóttir