Gunnar Gylfason - 1. - 4. sæti

Ég býð mig fram í eitt af efstu sætunum í flokksvali Samfykingarinnar í Kópavogi 7. febrúar.

Kópavogsbúinn

Ég hef verið Kópavogsbúi allt mitt líf og er með risastórt Kópavogshjarta.   Afi og amma byggðu sér hús á Þinghólsbrautinni og fluttu þangað 1949 og foreldrar mínir búa enn í æskuheimilinu mínu í sömu götu.  Í Kópavogi hef ég ásamt konunni minni Eyrúnu alið upp okkar börn, lifað og leikið mér og mér finnst gott að búa í Kópavogi, og það á líka vera það, eins og það er almennt gott að búa á Íslandi. En það á ekkert að vera því til fyrirstöðu að það sé einfaldlega best að búa í Kópavogi fyrir alla, alltaf. Auðveldasta leiðin til þess er að breyta um þankagang í stjórn bæjarins er að fá nýjan meirihluta í bæjarstjórn undir forystu Samfylkingarinnar sem setur gott samfélag bæjarbúa í forgang, auðveldar íbúum bæjarins við hið daglega líf og skilur engan eftir. Við erum að reka samfélag í Kópavogi ekki excel skjal.

Samfylkingarmaðurinn

Ég hef verið í “fótgönguliðinu” í Samfylkingunni frá stofnun hennar og forverum hennar þar á undan. Var t.d. Kosningastjóri Kópavogslistans, sem var undanfari Samfylkingarinnar, í bæjarstjórnarkosningum 1998 og kosningastjóri Samfylkingarinnar í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Á milli var ég í leikskólanefnd eitt kjörtímabil og annað í Íþróttaráði og þess á milli verið virkur í starfi flokksfélagins. Á þessu kjörtímabili hef ég setið í Lýðsheilsu og Íþróttanefnd og verið formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi frá 2023. Áhuginn á samfélaginu sem ég bý í,  bæjarmálum og stjórnun bæjarins hafa því verið áhugamál hjá mér lengi og nú finnst mér kominn tími til að athuga hvort flokksfélagar mínir og stuðningsfólk Samfylkingarinnar treysti mér til að vera ofarlega á lista flokksins.

Fyrir hvað brenn ég

Það kemur sennilega engum á óvart sem þekkir mig að íþróttamál séu mér hugleikin.  Aðstöðumál og samskipti íþróttafélagana og bæjarins. Íþróttafélögin vaxa og dafna og víða kreppir að í aðstöðu. Þá eru skipulagsmálin  spennandi og áherslur í þeim verða að styðja við það samfélag sem við viljum búa í. Þá er einnig hægt að gera betur í skólamálum bæði grunn- og leikskólum, öldrunarmálum og svo má lengi telja. Það er víða rými fyrir bætingu í Kópavogi og mig langar til að vinna að því að gera góða bæinn minn enn betri og því óska ég eftir stuðningi í eitt af efstu sætunum í flokksvalinu 7. febrúar.