Hvað er jafnaðarstefnan?

Hvað er jafnaðarstefnan? námskeiðið er 6 klst. og hópurinn hittist þrisvar sinnum í 2 klst. í senn.
Stuðst er við bókina Hvað er jafnaðarstefnan? eftir Ann-Marie Lindgren og Ingvar Carlsson, en bókin var þýdd* og gefin út árið 2015 af Samfylkingunni í Reykjavík með stuðningi Máttarstólpa Samfylkingarinnar.
Bókin skiptist í sex kafla og eru tveir kaflar teknir fyrir í hvert sinn. Leiðbeinandi fer í stuttu máli yfir efnið í byrjun og síðan ræða þátttakendur saman um efnið. Námskeiðið er því meir í ætt við leshring en námskeið.
Kaflar bókarinnar og umræðuefni:
- Sænskir jafnaðarmenn – sagan (hér er farið yfir sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar og jafnaðarmanna)
- Hugmyndir og samfélagsgreining.
- Hugmyndaleg þróun jafnaðarstefnunnar.
- Skipting framleiðsluarðsins.
- Markaður og stjórnmál.
- Jafnaðarstefnan á okkar dögum.
Nám- og ítarefni:
- Ann-Marie Lindgren og Ingvar Carlsson: Hvað er jafnaðarstefnan? Samfylkingin í Reykjavík, 2015. *Þýðendur: Borgþór Kærnested og Mörður Árnason sem einnig skrifar neðanmálsgreinar til skýringar.
- Guðjón Friðriksson: Úr fjötrum - Saga Alþýðuflokksins.
- Sumarliði R Ísleifsson: Í samtök - Saga Alþýðusambands Íslands.
Skrá mig á námskeið. Næstu dagsetningar námskeiðisins eru 16. 23. og 30. mars kl. 17:30.
Vinsamlega láttu þess getið við skráningu hvort þú átt bókina Hvað er jafnaðarstefnan? Annars færðu hana senda við skráningu. Síðarnefndu bækurnar tvær fást á skrifstofu Samfylkingarinnar og kosta 3.000 kr.