Sterkari saman

Landsfundur í Grafarvogi 11. - 12. apríl

Upplýsingar fyrir landsfund

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 11. - 12. apríl í Fossaleynir Studio, Fossaleyni 21 - 23, Grafarvogi.

  • Föstudagur 11. apríl

    11:00 - 12:00 Aðalfundur Kvennahreyfingarinnar

    11:00 - 12:00 Aðalfundur 60+ á landsvísu

    11:30 Innskráningar opnar

    13:00  Landsfundur settur

    • Almenn landsfundarstörf: skýrsla stjórnar, ársreikningur, yfirferð á stefnunni og málefnavinnu – umræður.

    14:00 Fyrsta umræða. Mælt fyrir breytingatillögum á stefnu, öðrum tillögum, ályktunum og lagabreytingum sem liggja fyrir fundi

    15:30 Kaffihlé  

    • Framboðsfrestur rennur út (kl. 15:30)

    16:00 Kynningar á frambjóðendum í stjórn hefjast

    • Kjörskrá lokar (kl. 16:00) samhliða (kosningar í stjórn flokksins standa yfir frá kl. 16:20 – 19:20 og er kosið rafrænt). Hér má sjá röð embætta sem kosið er í.
    • Formaður - 16:20 - 16:40
    • Varaformaður
    • Ritari - kosningar hefst kl. 17:40 - 18:00
    • Gjaldkeri
    • Formaður framkvæmdastjórnar

    16:30 Málefnanefndir taka til starfa og fara yfir tillögur, umræður og kosningar.

    19:30 Kvöldverðarhlé

    21:00 Önnur umræða hefst

    23:00 Fundi frestað til morguns

     

    Laugardagur 12. apríl

    09:00 Önnur umræða framhaldið

    • Lagabreytingar, stjórnmálaályktun og almennar umræður
    • Kosningar hefjast í framkvæmdastjórn, flokksstjórn, formann laganefndar og Verkalýðsmálaráð

    10:00 - 10:20 Framkvæmdarstjórn - kosning

    10:30 - 10:50 Flokksstjórn - kosning

    11:00 - 11:20 Formaður laganefndar - kosning

    11:30 - 11:50 Verkalýðsmálaráð - kosning

    12:30 Hádegishlé

    13:30 Opin dagskrá í beinu streymi - Fundarstjóri: Katrín Júlíusdóttir

    13:35  Stefnuræða formanns - Kristrún Frostadóttir

    14:10 Pallborð - Öryggis- og varnarmál - Kristrún Frostadóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Víðir Reynisson og Guðmundur Árni Stefánsson. Umræðum stýrir Þórður Snær Júlíuson

    14:50 25 ára afmæliskaffi

    15:10 Hátíðarávarp - Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ

    15:20 Hátíðarávarp - Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA

    15:30 Sófaspjall með ráðherrum - Fyrstu 100 dagar ríkisstjórnarinnar. Umræðum stýrir Þórður Snær Júlíusson

    16:10 Fyrrum formönnun Samfylkingarinnar veittur virðingarvottur og þakkir fyrir störf í þágu jafnaðarmanna á Íslandi

    16:30 Fundi slitið

    18:30 Landsfundargleði hefst

  • Landsfundur er ekki bara vinna – það er mikilvægt að hafa gaman saman líka!

    Á laugardagskvöldinu blásum við til Landsfundargleði, þar sem við fögnum ekki aðeins vinnu landsfundar heldur einnig 25 ára afmæli Samfylkingarinnar!

    Dagskrá kvöldsins:

    18:30 – Fordrykkur & léttir tónar
    19:30 – Matur & ýmis skemmtiatriði*
    22:00 – DJ Danni Deluxe heldur partýinu gangandi!

    Guðmundur Ari veislustjóri

    *Skemmtiatriði: Leynigestadúó - ótrúlegt uppboð - svakalegt atriði Þingflokks Samfylkingarinnar

    Ekki missa af þessu – við lofum frábæru kvöldi!

    Almennt verð 12.000 isk. 
    Námsmenn, lífeyrisþegar og fólk á fjárhagsaðstoð - 9.000 isk.

    Greitt er fyrir landsfundargleðina með millifærslu:
    kt: 6901992899
    rnr: 0111-26-019928

    Skráning hér: https://forms.gle/bosmSeig1kb8jq9s6

  • Hér er hægt að skoða öll sem nú þegar hafa boðið sig fram til starfa fyrir Samfylkinguna.

    Frambjóðendur á landsfundi 2025.

    Framboðsfrestur er til kl. 15:30 föstudaginn 11. apríl. Hægt er að senda mynd og upplýsingar á [email protected]. Skráning fer fram hér: https://forms.gle/AWuz58RPES7M2AbKA

  • Á reglulegum landsfundi skal kjósa til tveggja ára :

    a. Stjórn flokksins (aðra en formann þingflokks og formann sveitarstjórnarráðs)

    • Formann flokksins (frestur rann út 4. apríl)
    • Varaformann
    • Ritara
    • Gjaldkera
    • Formann framkvæmdastjórnar

    b. Framkvæmdastjórn:

    • Sex fulltrúa og sex til vara.

    Atkvæðaseðill er ekki gildur nema kosnir séu a.m.k. sex fulltrúar og er ógildur ef kosnir eru fleiri en tólf fulltrúar. Þau sex sem flest atkvæði hljóta teljast réttkjörnir aðalfulltrúar. Næstu sex sem hljóta næstflest atkvæði án þess að ná kjöri sem aðalfulltrúar teljast réttkjörnir varafulltrúar.

    c. Þrjátíu fulltrúa í flokksstjórn.


    d. Formann laganefndar, (framkvæmdastjórn skipar aðra tvo fulltrúa í stjórn laganefnd eftir landsfund).


    e. Fimm fulltrúa í stjórn verkalýðsmálaráðs

    Hægt er að gefa kost á sér í embætti með því að fylla út í eyðublaðið sem þú finnur með því að smella hér.

    Framboðsfrestur rennur út kl. 15:30 föstudaginn 11. apríl og kjörskrá lokar kl. 16:00 sama dag.

    Framkvæmdastjórn hefur skipað kjörstjórn þar eru:

    • Anna Sigrún Baldursdóttir
    • Björn Þór Rögnvaldsson
    • Hákon Óli Guðmundsson
  • Hér á þessum hlekk koma kjörseðlar - þau sem hafa greitt landsfundargjaldið og þá eru landsfundarfulltrúar fá einnig sms með upplýsingum: www.kos.is/xs

    Landsfundarfulltrúar þurfa að vera með rafræn skilríki. Samfylkingin hefur allt frá árinu 2005 verið með kosningar rafrænar á landsfundi og það verður sami háttur á í ár.

    Rafræn skilríki: 

    Fyrst þarf að kanna hvort að símakortið styðji þann möguleika. Símafyrirtækið þitt ætti að geta aðstoðað þig við að komast að því. Því næst getur þú sótt um rafræn skilríki hjá þínum banka, sparisjóði og hjá Auðkenni. Hér er að finna upplýsingar um rafræn skilríki, https://www.skilriki.is

  • Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, býður landsfundargestum 20% afslátt af gistingu dagana 10. - 13. apríl með afsláttarkóðanum WHPRO1.
     

    Leiðbeiningar:

    • Farið inn á hilton.com 
    • Setjið inn dagsetningar og fjölda gesta
    • Undir „special rates“ finnið þið kassa merktan „promotion code“.
    • Setjið inn afsláttarkóðann WHPRO1 og afslátturinn reiknast af verðinu

    Ekki hika við að hafa samband við móttöku Hilton ef einhverjar spurningar eru eða ef einhver vandamál koma upp.

    email: [email protected]
    sími: 444 5000


    *************


    Hótel Reykjavík Grand, Sigtúni 28, býður gistingu með afsláttarkóðanum SAMFYLKINGIN. 

    Leiðbeiningar:

    • Farið inn á síðuna hér
    • Veljið dagsetningar og fjölda gesta
    • Setjið inn afsláttarkóðann SAMFYLKINGIN og afsláttur reiknast af verðinu.
  • Landsfundarfulltrúar hafa kosningarétt á landsfundi. Skráningu lauk 14. mars kl. 23:59 og hafa öll aðildarfélög skilað inn lista með sínum fulltrúum. Landsfundarfulltrúar fá kröfu í heimabankann á allra næstu dögum.

    Landsfundargjald

    Almennt - 10.500 kr.

    Námsmenn, lífeyrisþegar og fólk á fjárhagsaðstoð - 7.500 isk.

    Jöfnunarsjóðsgjald er fyrir landsfundarfulltrúa sem þurfa að ferðast til að geta sótt landsfund. Sótt er um jöfnunarsjóðsstyrkinn á landsfundi.

    1. 105 - 350 km. - 7.000 isk.
    2. 351 - 500 km. - 13.500 isk.
    3. 501 - 1000 km. - 27.500 isk.
    4. 1001 - 1500 km. - 42.500 isk.
    5. Vestm. - 10.000 isk.
  • Frestur til að skila inn breytingatillögum var 14. mars kl. 23:59.

    Ef á að skila inn breytingatillögu þarf hún að vera studd af 9 landsfundarfulltrúum, með undirrituðum meðmælum. Ekki er hægt að skila inn breytingatillögu eftir að kosið hefur verið um afurð málefnanefndar.

    Rafrænt breytingatillögueyðublað.

    Með því að smella hér má kynna sér allar þær tillögur sem liggja fyrir landsfundi.

  • Stjórn hefur nú lokið við lagabreytingatillögur og er þær að finna hér fyrir neðan í þessum pósti. Hægt er að skila inn umsögnum til stjórnar fram til 21. mars. Stjórn mun fara yfir umsagnir og hugsanlega skila frá sér uppfærðum drögum eftir umsagnarferlið. Lagfæringar á orðalagi, málfræði og uppsetningu verða ekki sérstaklega teknar fyrir nema eftir því sé óskað.


    Umsagnir skulu berast á umsagnarforminu sem er hér fyrir neðan. 

    Lagabreytingatillögur stjórnar 

    1. Breytingatillögur á lögum Samfylkingarinnar.
    2. Umsagnarform. 
    3. Breytingar á lögum - endanleg drög. 
  • Hér er hægt að kynna sér fundarsköp landsfundar

    Fundarsköp landsfundur 2025.