Loftslag, náttúruvernd og umhverfi
Framtíð mannkyns veltur á því að ríki, stór og smá, taki höndum saman um róttækar breytingar á framleiðslu og lifnaðarháttum.
Loftslag, náttúruvernd og umhverfi
Samfylkingin vill að farin verði leið réttlátra umskipta í glímunni við loftslagsvána eins og alþjóðlega verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir.
Veldu málefni undir loftslag, náttúruvernd og umhverfi
- Kolefnisfótspor
- Hringrásarhagkerfi
- Sjálfbær sjávarútvegur og bann við olíuvinnslu
- Náttúran á að njóta vafans
- Grænn fjárfestingarsjóður
- Almenningssamgöngur
- Orkuskipti
- Loftslagsmarkmið
- Lofstlagsváinn
Minna kolefnisfótspor
Samfylkingin vill ráðast í markvissar aðgerðir til að minnka neysludrifið kolefnisspor Íslendinga og stuðla að auknu gagnsæi og upplýsingagjöf um uppruna og framleiðsluaðferðir til að neytendur eigi auðveldara með að taka upplýsta ákvörðun um matarvenjur, ferðavenjur og aðra neyslu út frá umhverfisáhrifum. Slíkar merkingar á innlendri framleiðslu gætu skapað íslenskum afurðum sérstöðu á erlendum mörkuðum.
Kolefnisfótspor bygginga og heimila fólks eru ekki þekkt almenningi en ættu að vera það, enda stór hluti auðlindanýtingar og kolefnisfótspors fólks. Samfylkingin vill skapa sterka hvata til að nýta umhverfisvæna og loftslagsvæna kostir við nýbyggingar og að stutt verði í auknum mæli við nýsköpun á sviði sjálfbærra lausna í byggingariðnaði.