Loftslag, náttúruvernd og umhverfi
Kraftmiklar alvöru aðgerðir í loftslagsmálum
Loftslag, náttúruvernd og umhverfi
Stærsta áskorunin sem mannkynið stendur frammi fyrir er að vinna gegn loftslagsvánni og draga sem verða má úr áhrifum hennar.
Veldu málefni undir jafnaðarstefna í náttúruvernd, loftslags- og umhverfismálum
- Inngangur
- Loftslagsmarkmið
- Orkuskipti
- Almenningssamgöngur
- Grænn fjárfestinga- og nýsköpunarsjóður
- Náttúran og bann við olíuvinnslu
- Sjálfbær sjávarútvegur
- Hringrásarhagkerfi
- Landnýting og landbúnaður
- Kolefnisspor
- Umhverfisréttlæti og aðkoma almennings
4.4. Grænn fjárfestinga- og nýsköpunarsjóður
Samfylkingin vill styðja við þróun loftslagslausna og græns hátækniiðnaðar og auka vægi loftslagsvænnar atvinnuuppbyggingar á Íslandi.
Samfylkingin harmar að Nýsköpunarsjóður hafi verið lagður niður og vill snúa þeirra vegferð við og auka enn í með því að setja á stofn grænan fjárfestinga- og nýsköpunarsjóð. Hann skal taka mið af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og af vísinda- og tæknistefnu Íslands í allri sinni starfsemi og ýta undir góða stjórnarhætti í félögum sem hann fjárfestir í.
Þannig viljum við skapa jarðveg fyrir sprotafyrirtæki og félagasamtök sem geta unnið að loftslagslausnum með opinberum stuðningi. Á meðal verkefna sem grænn fjárfestinga- og nýsköpunarsjóður ætti að horfa til er lífræn eldsneytisframleiðsla, svo sem á grænu vetni til útflutnings, tæknilausnir til kolefnisföngunar- og förgunar, nýsköpun í matvælaframleiðslu og fjárfestingar vegna orkuskipta í iðnaði svo dæmi séu tekin.