Loftslag, náttúra og umhverfi

Kraftmiklar alvöru aðgerðir í loftslagsmálum

Loftslag, náttúra og umhverfi

Loftslagsváin og rýrnun líffræðilegrar fjölbreytni er mesta áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir.

Hringrásarhagkerfi og úrgangsmál

Samfylkingin leggur áherslu á að efla hringrásarhagkerfi á Íslandi með það að markmiði að ýta undir sjálfbæra framleiðslu og neyslu, endurnýtingu og endurvinnslu og draga úr sóun og ofnýtingu auðlinda. Samfylkingin vill koma á fót skilvirku kerfi sem styður við aðila sem auka líftíma vara, draga úr notkun hráefna og sporna við sóun. Sveitarfélög og einkaaðilar þurfa að huga betur að samnýtingu hráefna og varnings sem þegar hefur verið framleiddur. Stofnun iðn- og þróunarklasa er ein leið til að efla nýsköpun á þessu sviði, samnýta þekkingu og styrkja smærri fyrirtæki og samfélagsverkefni á sviði umhverfismála og hringrásarhagkerfis.

Vinna þarf að samræmdri flokkun sorps hjá fyrirtækjum og heimilum um land allt. Ríki og sveitarfélög verða að vinna að endurbótum í frárennslismálum og auka skolphreinsun, söfnun spilliefna og dælingu til að verja hafið og strendur landsins. Mikilvægt er að ríki styðji við sveitarfélög til að koma í veg fyrir losun spilliefna og standa að uppsetningu skólphreinsunar og vernda viðkvæm náttúrusvæði.