Loftslag, náttúra og umhverfi

Kraftmiklar alvöru aðgerðir í loftslagsmálum

Loftslag, náttúra og umhverfi

Loftslagsváin og rýrnun líffræðilegrar fjölbreytni er mesta áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir.

Minna kolefnisspor

Samfylkingin leggur áherslu á að minnka kolefnisfótspor Íslendinga. Stór hluti losunar gróðurhúsalofttegunda á ábyrgð Íslendinga á sér stað í öðrum löndum sem framleiða vörur sem Íslendingar flytja inn. Samfylkingin vill stuðla að auknu gagnsæi og upplýsingagjöf um kolefnisfótspor, uppruna og framleiðsluaðferðir vöru og þjónustu, innanlands og frá útlöndum, og auðvelda neytendum að taka upplýstar ákvarðanir um matarvenjur, ferðavenjur og aðra neyslu. Samfylkingin vill einnig efla rannsóknir sem styðja við þessi markmið.