Stjórnarfar, mannréttindi og lýðræði
Samfylkingin gefur aldrei afslátt af þessum grundvallarkröfum siðaðs samfélags.
Stjórnarfar og mannréttindi
Ísland á að vera samfélag þar sem allir borgarar eru jafnir fyrir lögum og njóta fullra mannréttinda án mismununar, svo sem vegna fötlunar, kyns, kynhneigðar og kynvitundar, efnahags, búsetu, uppruna eða stöðu að öðru leyti.
Veldu málefni undir jafnaðarstefnan og mannréttindi
- Inngangur
- Stjórnarskrárumbætur
- Réttarríkið Ísland og jafnræði
- Mannúðlegt fangelsiskerfi
- Þolendavænt réttarkerfi
- Tjáningarfrelsi og fjórða stoðin – fjölmiðlar
- Stjórnsýslan
- Barnvænt samfélag
- Lýðræði
- Inngilding fólks af erlendum uppruna
- Trúfrelsi
- Jafnrétti
- Hinsegin fólk
Mannúðlegt fangelsiskerfi
Stórefla þarf fangelsiskerfið á Íslandi sem hefur verið vanrækt um áratugaskeið með þeim afleiðingum að löng bið er eftir afplánun og dómar vegna afbrota fyrnast vegna plássleysis í fangelsum landsins. Samfylkingin styður því uppbyggingu fleiri fangelsa og endurnýjun þeirra sem nú eru í notkun, svo að fangar búi við heilnæmar aðstæður. Leggja þarf áherslu á samfélagslega endurhæfingu og betrun í fangelsum og að föngum bjóðist stuðningur við að fóta sig í samfélaginu á meðan á reynslulausn stendur og eftir að afplánun lýkur.
Samfylkingin vill að stjórnvöld, atvinnulíf og menntakerfi taki höndum saman við að skapa viðeigandi úrræði fyrir fanga, þ.m.t. meðferðarúrræði, svo að fólk eigi þess kost að losna úr vítahring glæpa. Samfylkingin vill nýta reynslu félagasamtaka sem vinna að hagsmunum fanga til að móta stefnu í málaflokknum.Þá þarf að styrkja eftirlit með aðstæðum frelsissviptra (OPCAT eftirlit) á vegum embættis Umboðsmanns Alþingis.