Stjórnarfar, mannréttindi og lýðræði
Samfylkingin gefur aldrei afslátt af þessum grundvallarkröfum siðaðs samfélags.
Stjórnarfar og mannréttindi
Ísland á að vera samfélag þar sem allir borgarar eru jafnir fyrir lögum og njóta fullra mannréttinda án mismununar, svo sem vegna fötlunar, kyns, kynhneigðar og kynvitundar, efnahags, búsetu, uppruna eða stöðu að öðru leyti.
Veldu málefni undir jafnaðarstefnan og mannréttindi
- Inngangur
- Stjórnarskrárumbætur
- Réttarríkið Ísland og jafnræði
- Mannúðlegt fangelsiskerfi
- Þolendavænt réttarkerfi
- Tjáningarfrelsi og fjórða stoðin – fjölmiðlar
- Stjórnsýslan
- Barnvænt samfélag
- Lýðræði
- Inngilding fólks af erlendum uppruna
- Trúfrelsi
- Jafnrétti
- Hinsegin fólk
Stjórnarskrárumbætur
Treysta þarf grunnstoðir lýðræðissamfélagsins og setja valdhöfum skýrari meginreglur um samfélagslega ábyrgð og hlutverk en gert er í gildandi stjórnarskrá. Ákvæði um þjóðareign auðlinda, þjóðaratkvæðagreiðslur, framsal valds, jafnt atkvæðavægi og náttúruvernd eru á meðal þeirra fjölmörgu atriða sem m.a. tillögur stjórnlagaráðs frá árinu 2011 fjalla um og brýnt er að bundin verði í stjórnarskrá sem fyrst.