Matthías Freyr Matthíasson

Ég er fertugur, er með B.A. gráðu í lögfræði (á leið í ML) og einnig með gráðu í viðburðastjórnun. Er giftur og búsettur í Hafnarfirði og á þrjú börn. Hagur og velferð barna eru mér hugleikin. Ég trúi að kraftar mínir geti nýst vel í þá vinnu sem framundan er. Ég tók þátt í Samfylkingunni í Hafnarfirði fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar en hef verið meira á hliðarlínunni vegna anna. Nú er svo komið hinsvegar að ég hef tíma og fulla orku til að gefa flokknum mínum. Við sjáum fram á skemmtilegan en erfiðan vetur í pólitíkinni. Í mínum huga er nokkuð ljóst að Samfylkingin verður að vera og getur verið það afl sem bindur enda á valdatíð Sjálfstæðisflokksins en ekki síður, verður Samfylkingin að vera það afl sem kemur til með að berja harkalega á og á móti Miðflokknum sem og öðrum flokkum sem munu reyna að sigla hinn popúlíska veg. Mig langar til að taka þátt í þeirri vegferð að styrkja flokkinn og efla innra starfið. Því gef ég kost á mér í framkvæmdastjórn.

 

Með kærri kveðju!

Matthías Freyr Matthíasson
Lögfræðingur
Gsm: 866-9538