Oddur Sigurðarson 1. - 4. sæti

"Ég vil tryggja að gildi mín, raunsæi – heiðarleiki – hjálpsemi – nýsköpun, eigi málsvara í íslensku jafnaðarsamfélagi, hlustað sé á sjónarmið allra og besta algilda heildarlausnin valin, þess vegna tel ég mikilvægt að skipa forystusætið."

Nafn: Oddur Sigurðarson

Fæðingardagur: 20. júlí 1960

Starf: Framkvæmda- og fjármálastjóri Vettvangs íþrótta ehf.

Heimili: Norðurbraut 12, 530 Hvammstanga

"Ég vil tryggja að gildi mín, raunsæi – heiðarleiki – hjálpsemi – nýsköpun, eigi málsvara í íslensku jafnaðarsamfélagi, hlustað sé á sjónarmið allra og besta algilda heildarlausnin valin, þess vegna tel ég mikilvægt að skipa forystusætið."

Ég er í eðli mínu hugmyndaríkur og lausnamiðaður frumkvöðull sem vill frekar takast á við orsökina en afleiðinguna. Mitt leiðarljós hefur ætíð verið að horfa langt fram á veginn og leita leiða til að byggja upp og bæta samfélagið.

Ég er með MS-gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun, MA-gráðu í menningastjórnun og BS-gráðu í viðskiptafræði með markaðsáherslum frá Háskólanum á Bifröst, diplomagráðu í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá Símenntun Háskólans á Akureyri í ofanálag við að vera rafeindavirkjameistari frá Iðnskólanum í Reykjavík. Þessi víði þekkingar- og færnisgrunnur hefur nýst mér vel í núverandi starfi minu sem framkvæmda- og fjármálastjóri hjá nýsköpunar- og sprotafyrirtækinu Vettvangur íþrótta ehf.

Á þeim 20 árum sem ég sat í nefndum og ráðum í Húnaþingi vestra, þar af átta ár sem sveitarstjórnarmaður, barðist ég ötullega fyrir bættri íþróttaaðstöðu til handa íbúum samfélagsins, svo sem byggingu íþróttahúss ásamt því að horfa langt fram á veginn og leitað leiða til að byggja upp, bæta og auðga samfélagið og menningu þess.

Ég nýtti fjögurra ára formennsku í stjórn Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga til að öðlast betri innsýn í rekstur heilbrigðisstofnana.

Ég hef alla tíð, í leik og starfi, unnið með ungmennum. Ég gef mig allan í þau störf sem ég tek að mér samanber áratugalöng störf í félags- og íþróttastarfi. Stjórnarmaður í Ungmennafélaginu Kormáki var ég í aldarfjórðung, sá um útgáfu auglýsingablaðs á vegum þess í áratugi ásamt því að vera þjálfari hjá félaginu í um 15 ár. Ég horfi stoltur til viðurkenninga frá UMFÍ og ÍSÍ fyrir störf mín í þágu ungmenna.

Ég læt mig miklu varða réttlæti, jöfnuð, einelti, hamlanir og vinnuvernd. Ég hef einsett mér að hlusta á öll sjónarmið til að ná út algildum lausnum fyrir stórar og smáar samfélagseiningar og samfélög. Ég vil nýta óþrjótandi hæfileika sem býr í fólki á öllum aldri. Þá er landnýting og umhverfisvernd mér í blóð borinn í gegnum skógrækt og útivist.

Ég er fjölskyldumaður og á fjögur uppkomin börn, bý á Hvammstanga, borinn og barnfæddur Hvammstangabúi, afkomandi iðnaðar-, verka- og bændafólks. Tónlist og menning hefur umlukið mig alla tíð og er mikilvægur hluti af mér. Ég hef verið sjálfstæður atvinnurekandi í áratugi. Kenndi upplýsingamennt í Farskóla Norðurlands vestra og Grunnskóla Húnaþings vestra og forverum hans í tæp 20 ár ásamt því að vera umsjónarmaður tölvumála.