Reglur vegna skráningar sem stuðningsaðili

Skráðir stuðningsaðilar eru aðgreindir frá skráðum félagsmönnum í skrám Samfylkingarinnar.

Skráðir stuðningsaðilar hafa engar skyldur eða réttindi í félagsstarfi flokksins umfram óflokksbundið fólk, fyrir utan kosningarétt í flokksvölum samkvæmt ákvörðun hlutaðeigandi flokkseininga.

Skrá yfir stuðningsaðila er m.a. notuð til útsendinga á upplýsingum sem flokksskrifstofa telur að eigi erindi við flokksmenn og almenning.

Skráður stuðningsaðili verður að segja sig persónulega frá stuðningsyfirlýsingu sinni, svo sem með rafrænni afskráningu.

Sömu reglur eiga við um vinnslu upplýsinga úr skrá stuðningsaðila og eiga við um félagatöl, s.s. reglur um vinnslu innan flokksins í tilefni af flokksvali og reglur að þeim verði ekki dreift til óviðkomandi.