Hvað fengir þú í barnabætur?

650 þúsund krónur

650 þúsund krónur er upphæðin sem meðalfjölskylda á Íslandi fengi út úr barnabótakerfi Samfylkingarinnar á ári. Markmiðið er að stórauka stuðning við barnafjölskyldur og tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri óháð efnahag.

Í dag byrja barnabætur að skerðast við 351.000 krónur á mánuði fyrir einstakling. Samfylkingin ætlar að hækka þakið í 600 þúsund krónur á einstakling og 1.200 þúsund krónur á hjón eða fólk í sambúð. Reiknaðu hvað þú færð í barnabætur ef Samfylkingin fær að ráða:

Fylltu inn upplýsingar um hjúskaparstöðu, fjölda barna og tekjur heimilisins á mánuði fyrir skatt.

Barnabætur reiknivél

Reiknaðu þínar barnabætur


Barnabætur á mánuði


Barnabætur á ári

Betra líf fyrir foreldra og börn

Of margir foreldrar eiga í basli með að uppfylla grunnþarfir barna sinna, eru kannski einni heimsókn til sálfræðings eða týndri skólaúlpu frá því að lenda í vandræðum með að borga reikninga um mánaðamótin. Þá er það er staðreynd að alltof mörg börn hafa ekki aðgang að tómstundum. 650 þúsund krónur. Það er upphæðin sem meðalfjölskylda á Íslandi fengi út úr barnabótakerfi Samfylkingarinnar á ári. Markmiðið er að stórauka stuðning við barnafjölskyldur og tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri óháð efnahag.

  • Á Íslandi fær meðaltekjufjölskylda með tvö börn engar barnabætur en annars staðar á Norðurlöndum fengi sama fjölskylda allt að 50 þúsund krónur á mánuði. Frá árinu 1990 hefur stuðningur með hverju barni minnkað um meira en helming hérlendis í hlutfalli við landsframleiðslu.

    • Par á meðallaunum með tvö börn fengi 54 þúsund krónur mánaðarlega. Það eru um 650 þúsund á ári.
    • Einstætt foreldri með tvö börn fengi 77 þúsund krónur á mánuði. Það eru 924 þúsund á ári.

    Það munar um minna á flestum heimilum!