Aðalfundur Hallveigar - félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík

Stjórn Hallveigar boðar til aðalfundar þann 18. janúar 2018. Hefst fundur á slaginu 18:00 og er dagskrá eftirfarandi.

1. Skýrsla stjórnar.
2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
3. Umræður og afgreiðsla skýrslu stjórnar og ársreiknings.
4. Lagabreytingar.
5. Umræður og afgreiðsla stjórnmálaályktunar.
6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
7. Önnur mál.

Samkvæmt lögum félagsins skulu framboð berast til kjörstjóra, Aron Leví Beck, á póstfangið [email protected], eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund.

Lagabreytingar og ályktanir skal senda á sama póstfang, [email protected]

Hlökkum til að sjá sem flesta!
Með kveðju, stjórn Hallveigar – Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.