IÐNÓ

Kynningarfundur í Iðnó | Flokksval XS í Reykjavík

Kynningarfundur á frambjóðendum í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram í Iðnó, laugardaginn 3. febrúar kl. 17-19.

Allt um flokksvalið á https://xsreykjavik.is/flokksval-2018/

Fjórtán öflugir frambjóðendur gefa kost á sér. Á kynningarfundinum munu þau Oddný Sturludóttir og Þórarinn Eyfjörð spyrja þau spjörunum úr um áherslur þeirra og framtíðarsýn. Síðan gefst fundargestum kostur á að spjalla við þau á borðum í sal. Við lofum fjörugum og upplýsandi fundi!

Flokksvalið sjálft fer svo fram frá kl. 12 þann 9. febrúar til kl. 19. þann 10. febrúar í rafrænni kosningu með íslykli eða rafrænum skilríkjum á http://www.xs.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður á Hallveigarstígnum dagana 8. og 9. febrúar frá kl. 14-17 og 10. febrúar frá kl. 14-19. Úrslit verða tilkynnt laugardagskvöldið 10. febrúar á Bergson RE.

Frambjóðendurnir eru:
• Skúli Helgason, borgarfulltrúi 3. sæti
• Teitur Atlason, fulltrúi á Neytendastofu 7.-9. sæti
• Þorkell Heiðarsson, náttúrufræðingur 5.-7. sæti
• Aron Leví Beck, málari og byggingarfræðingur 3. sæti
• Dagur B. Eggertsson, læknir og borgarstjóri 1. sæti
• Dóra Magnúsdóttir, varaborgarfulltrúi og leiðsögumaður 4. sæti
• Ellen Calmon, fyrrverandi formaður ÖBÍ 5. sæti
• Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vistheimila og fyrrverandi þingkona 5.-7. sæti
• Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar 2. sæti
• Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi 3. sæti
• Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi 2. sæti
• Magnús Már Guðmundsson, formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og formaður SffR 4. sæti
• Sabine Leskopf, varaborgarfulltrúi 3.-4. sæti
• Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri 4.-6. sæti