Dagur Norðurlandanna - Morgunspjall um norrænt samstarf jafnaðarmanna

Föstudagurinn23. mars er Dagur Norðurlandanna. Af því tilefni bjóða jafnaðarmenn í Norðurlandaráði til morgunverðarfundar í húsnæði Samfylkingarinnar á Hallveigarstíg 1 kl. 8:00.

Markmiðið er að fólk haldi út í daginn eftir þessa morgunstund margs vísari um hið margumtalaða norræna módel og viti allt um norrænt samstarf og aðkomu jafnaðarmanna að því.

Dagskrá:

– Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í Norðurlandaráði, kynnir helstu atriði norræna módelsins.

– Hrannar B. Arnarson framkvæmdastjóri jafnaðarmanna í Norðurlandaráði segir frá Norrænu samstarfi og uppljóstrar hver lykilinn sé að velgengni Norðurlanda.

– Nikolína Hildur Sveinsdóttir alþjóðaritari Ungra jafnaðarmanna segir frá Norðurlandasamstarfi Ungra jafnaðarmanna og þeirra þátttöku í Norðurlandaráði æskunnar (UNR).

– Almennar umræður að loknum erindum.

Sólveig Skaftadóttir aðstoðarmaður þekkingar og menningarnefndar þingflokks jafnaðarmanna í Norðurlandaráði stýrir fundi.