Stefnuþing 2018 - Mótum stefnuna saman!
Laugardaginn 24. mars ætlum við að hittast og leggja grunninn að kosningaáherslum Samfylkingarinnar fyrir vorið. Allir bæjarbúar sem aðhyllast grunngildi jafnaðarstefnunnar frelsi, jafnrétti og samstöðu, eru velkomnir og hvattir til að mæta. Gerum þetta saman!
Að hætti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ verður boðið upp á rjúkandi, gómsæta heimatilbúna súpu og brauð í hádeginu sem og kaffi og meðlæti.