Kosningagleði - Áfram Reykjavík 2018!

Samfylkingin í Reykjavík kynnir kosningaáherslur sínar laugardaginn 21. apríl í Gamla bíó.
Húsið opnar kl. 12:30 og hefst dagskrá kl. 13:00 sem stendur í rúma klukkustund – stuttar ræður, leynigestur, músík og grín.
Ræðumenn og skemmtikraftar verða kynntir þegar nær dregur.
Að lokinni dagskrá í Gamla bíó verður haldið í nýju kosningamiðstöðina á Hverfisgötu 32 og grillað. Öll velkomin – börnin líka!
Byrjum baráttuna af krafti og leggjum grunninn að góðum sigri í vor. Sjáumst glöð á laugardaginn!