Opnun kosningamiðstöðvar Samfylkingarinnar í Reykjavík
Formleg opnun kosningamiðstöðvar Samfylkingarinnar í Reykjavík verður laugardaginn 5. maí næstkomandi. Kosningamiðstöðin er staðsett við Hverfisgötu 32 og hægt er að ganga þar inn en einnig af Hjartartorgi.
Vöfflur og bakkelsi verða á boðstólunum frá kl. 15. Blöðrudýr verða einnig á staðnum fyrir börnin og fleira skemmtilegt!
Partí hefst síðan kl. 21 og verða léttar veitingar í boði.
Opnunin á Facebook