Strandgata 43

Næsti fundur málefnahóps um velferð verður í Hafnarfirði

Sæl verið þið, kæra nefndarfólk. Hér að neðan og í viðhengi gefur á að líta dagskrá næsta fundar. Athugið að fundurinn, mánudaginn 18. febrúar verður haldinn í fundarsal Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Strandgötu 43.

Stefnt er að því að vera búin að koma upp fjarfundarbúnaði fyrir fundinn svo fólk utan höfuðborgarsvæðisins geti tekið þátt í starfinu.

Málefnanefndar Samfylkingarinnar um velferð

Fundur mánudaginn 18. febrúar 2019 kl. 16:00, Strandgötu 43 Hafnarfirði

Dagskrá

16:00 Kolbeinn Stefánsson, doktor í félagsfræði kynnir samantekt um fátækt á Íslandi

16:20 Spurningar og umræður

16:30 Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi – innlegg um raunveruleika fólks sem býr við fátækt

16:45 Vinna við að flokka þau mál sem við þurfum að ræða og vinna með (ef tíminn leyfir)

Næstu fundir:

15. mars (Gró Einarsdóttir frá Hagstofunni með kynningu á Velferðarvísum)

8. apríl

16. maí

Kærar kveðjur.