Bein útsending frá sameiginlegum fundi stjórnmálaflokka um #metoo

Í kjölfar #metoo byltingarinnar hafa stjórnmálaflokkar á Alþingi tekið höndum saman í annað sinn og efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík mánudaginn 18. mars.

Hægt er að fylgjast með fundinum á netinu hér.

Sérstakur gestur á morgunverðarfundinum verður Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU), sem kynnir afar áhugaverða skýrslu um niðurstöður viðamikillar rannsóknar Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins á kynjamismunun og kynbundnu ofbeldi og áreiti gegn konum í þjóðþingum í Evrópu.

Dagskrá fundarins:

Húsið opnar klukkan 8:00. Boðið verður upp á léttan morgunverð.

08:30 Opnunarávarp
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
08:40
Martin Chungong framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannsambandsins kynnir niðurstöður rannsóknar á kynferðisofbeldi og áreiti innan þjóðþinga Evrópu
09:15
Pallborð og umræður
Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar mun stýra pallborðsumræðum með fulltrúum allra flokka í kjölfar erindanna.

Streymt er beint frá fundinum.