Íþróttir og jafnrétti

Kvennahreyfing Samfylkingarinnar býður til samtals um íþróttir og jafnrétti , þriðjudaginn 12. mars kl. 20:00.
Nýlega voru sett á fót Samtök kvenna í íþróttum sem hafa það að markmiði að efla, styðja og styrkja konur innan íþróttahreyfingarinnar, hvort sem um er að ræða iðkendur, starfsfólk eða aðra þátttakendur í íþróttahreyfingunni.
Innkoma þessara nýju samtaka hreyfir við baráttunni og var hvatning fyrir Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar til þess að beina athygli sinni að þessum mikilvægu jafnréttismálum.
Markmið fundarins er að svara eftirfarandi spurningum:
-Hvað er gert til þess að koma á jafnrétti í íþróttum?
-Hvað geta sveitarfélögin gert betur til þess að koma á jafnrétti á milli kynja?
-Er nú þegar verið að gera eitthvað sem fær ekki næga athygli?
Gestir fundarins verða:
*Ásta Júlía Grímsdóttir, landsliðskona í körfubolta
*Hafdís Helgudóttir Hinriksdóttir, félagsráðgjafi MA, áfallaþerapisti, fyrrum afreksíþróttakona og stjórnarmeðlimur SKÍÍ.
*Helga M. Magnúsdóttir, fyrsta konan til að sitja í framkvæmdastjórn Handknattleikssambands Evrópu og stjórnarmeðlimur SKÍÍ.
*Sabine Leskopf, borgarfulltrúi og fulltrúi Samfylkingarinnar í Menningar og tómstundaráði Reykjavíkurborgar.
Adda María Jóhannsdóttir, Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og varaþingmaður stýrir fundi.