WOW - þessi króna!

WOW – þessi króna!

Málfundur um efnahagsmál á mannamáli miðvikudaginn 10. apríl kl. 20:00 í Bryggjunni Brugghúsi, Grandagarði 8.

Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum um þessar mundir, meðal annars vegna styrkingu krónunnar síðustu ár, samdráttar í ferðaþjónustu, aflabresti og gjaldþrotum. Hversu stóran þátt á íslenska krónan í stöðu dagsins í dag? Væru aðstæður í hagkerfinu aðrar ef við hefðum haft annan gjaldmiðil en krónuna?

Þetta og fleira ætlum við að ræða á þessum þessum fyrsta fundi á nýju starfsári núverandi stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.
Frummælendur á fundinum verða:

Katrín Ólafsdóttir vinnumarkaðshagfræðingur og nefndarkona í peningamálastefnunefnd Seðlabanka Íslands með erindið. Hún kallar erindi sitt: „Krónan: Lítil og fljótandi“.
Bolli Héðinsson er hagfræðingur og stundakennari við HR. Hann verður með erindið „Það er svo gott að hafa krónuna“
Vilhjálmur Þorsteinsson frumkvöðull og fjárfestir verður: með erindið „#blessuðkrónan: Meintir kostir og raunverulegir gallar.“

Að sjálfsögðu verður boðið upp á spurningar til frummælenda og vonumst við eftir góðum umræðum.

Bryggjan er með fjölbreyttan matseðil og því er það góð hugmynd að snæða kvöldverð fyrir málfundinn. Bryggjan býður bjór á 600 kr. fyrir gesti fundarins. Einnig verður boðið upp á frítt bjórsmakk við komu.

Allir velkomnir og takið með ykkur gesti.

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík