Garðabær - Opinn verkefnafundur

Garðabæjarlistinn er með opin verkefnafund miðvikudaginn 4.september klukkan 19:30. Fundurinn fer fram í fundarsal Garðabæjar, Sveinatungu, Garðatorgi 7.

Garðabæjarlistinn heldur verkefnafundi þar sem farið er yfir stöðuna í bæjarmálunum í Garðabæ. Bæjar- og nefndarfulltrúar Garðabæjarlistans mæta á þessa fundi, stillasaman strengi, fara yfir áherslur og ákveða hvaða mál skuli sett á oddinn hverju sinni.

Á þessum fundi mun Arinbjörn skipulagsstjóri Garðabæjar mæta og fara yfir verkefnin sem framundan eru í skipulagsmálum bæjarins.

Við hvetjum alla til að mæta!

Kveðja
Stjórn Samfylkingarfélagins í Garðabæ