Hafnarfjörður - Ný Menntastefna Hafnarfjarðar - framtíðaráherslur í skóla- og frístundastarfi.
Félagsfundur í kvöld kl. 20:00 í félagsheimili okkar að Strandgötu 43. Yfirskrift fundarins er: Ný Menntastefna Hafnarfjarðar – framtíðaráherslur í skóla- og frístundastarfi. Lærdómur frá Reykjavík
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasráðs og Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra Nýsköpunarmiðju Menntamála Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur segja frá gerð nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar og innleiðingu hennar hjá borginni.
Sigrún Sverrisdóttir, varabæjarfulltrúi og fulltrúi Samfylkingarinnar í stýrihópi um gerð nýrrar menntastefnu Hafnarfjarðar, segir frá þeirri vinnu sem framundan er.