Höfuðborgarsvæðið - vöfflukaffi

Þér og þínum er boðið í vöfflukaffi sunnudaginn 8. sept. á skrifstofu flokksins Hallveigarstíg 1.

Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar  kappkostar að fá til sín fólk úr verkalýðshreyfingunni til skrafs um stöðu mála fyrsta sunnudag í mánuði á skrifstofu flokksins.

Á fyrsta vöfflukaffi haustsins mun Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri Sameykis stéttarfélags í almannaþágu koma og ræða við okkur um stöðuna í kjaramálunum.

Tækifæri til að spjalla við kjörna fulltrúa og hvert annað.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórn verkalýðsmálaráðs