Hvað segja stúdentar og BHM um nýtt lánasjóðsfrumvarp? Fundur í Iðnó
Nýtt lánasjóðsfrumvarp verður kynnt á næstunni. Við viljum fá að ræða kosti þess og galla með stúdentum og fara yfir stefnu Samylkingarinnar í þessum málum. Menntamálanefnd Samfylkingarinnar boðar því til opins fundar í hádeginu á Iðnó, mánudaginn 16. september og kallar eftir skoðunum stúdenta.
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður og formaður málefnanefndar Samfylkingarinnar um menntamál, stýrir fundi en auk þess mæta:
- Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður allsherjar og menntamálanefndar
- Þórunn Sveinbjarnadóttir, formaður Bandalags háskólamanna – BHM
- Sigríður Jónsdóttir varaforseti Landssamtaka íslenskra stúdenta – LÍS
- Marínó Örn Ólafsson, lánasjóðsfulltrúi hjá Stúdentaráð Háskóla Íslands – SHÍ
Súpa og nýbakað brauð með hummus í boði menntamálanefndar Samfylkingarinnar á meðan birgðir endast.