Reykjavík 60+ Spjallkaffi með Ágústi Ólafi

Spjallkaffi 60+ Reykjavík

Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður kemur til okkar og ætlar að ræða við okkur um fjárlögin og breytingartillögur Samfylkingarinnar við þau.  Þá er Ágúst Ólafur fyrsti flutningsmaður tillögu að þingsályktun um þunglyndi eldri borgara og vænta má að það frumvarp komi einnig til umræðu.

Fundurinn eins og venjulega á skrifstofu flokksins Hallveigarstíg 1, 2. hæð og hefst með erindi Ágústs Ólafs kl. 10.00.  Með því að smella HÉR má sjá athugasemdir Ágústs Ólafs um fjárlagafrumvarpið.

Alltaf heitt á könnunni og meðlæti og allir hjartanlega velkomnir.

Hlökkum til að sjá þig! 

60+ Reykjavík