Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar  í Suðvesturkjördæmi

Stjórn kjördæmisráðs Suðvesturkjördæmis boðar til aðalfundar, þann 1. október 2019 klukkan 19:30.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, Þverholti 3.

Dagskrá fundar:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningur fyrir 2018,
  3. Skýrsla þingmanns kjördæmisins, Guðmundar Andra Thorssonar
  4. Yfirlit um starfsemi aðildarfélaga, formenn gefa munnlega skýrslu.
  5. Kjör stjórnarmanna og varamanna þeirra,
  6. Kjör valnefndar og skoðunarmanna reikninga
  7. Önnur mál

 

Í lok fundar er stefnt að því að eiga notalegt spjall um stjórnmálaástandið og veturinn sem er framundan.