Framtíð fjármálakerfisins og erfðafjárskattur

Framtíð fjármálakerfisins og erfðafjárskattur

þriðjudaginn 15. okt. í hádeginu þá ætlum við að hittast á Hallveigarstígnum og ljúka umfjöllun okkar um framtíðarskipan bankakerfisins, í bili a.m.k.

Það sem við höfum rætt er að ótímabært sé að efna til sölu á ríkisbönkunun á meðan ekki liggur fyrir samþykkt stefna um hver aðkoma ríkisvaldsins eigi að vera að fjármálakerfinu í framtíðinni.  Einnig að mikilvægt er að menn greini á milli greiðslumiðlunar bankakerfisins annars vegar og lánahlutans hins vegar.

Einnig munum við ræða framtíð erfðafjárskattsins sem ríkisstjórnin hyggst beita sér fyrir lækkun á en bæði BSRB og ASÍ hafa ályktað gegn þeim áformum.

Sjáumst í hádeginu á þriðjudag.