Höfuðborgarsvæðið - Ræðum nýtt samgöngusamkomulag

Kæru Samfylkingarfélagar,
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun kynna nýtt samgöngusamkomulag sem undirritað var af fulltrúum ríkisstjórnarinnar og fulltrúum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku.

Samgöngusamkomulagið sem gildir til næstu 15 ára snýr að samgöngubótum á öllu höfuðborgarsvæðinu. Samkomulagið felur í sér lagningu Borgarlínu, umfangsmikið net hjólastíga ásamt öðrum framkvæmdum á samgöngukerfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Fundurinn verður miðvikudaginn 2. október kl. 20 í vestursal jarðhæðar á Hilton Nordic.

Allir Samfylkingarfélagar á höfuðborgarsvæðinu velkomnir!

Stjórn SffR