Höfuðborgarsvæðið - Vöfflukaffi

Henný Hinz aðalhagfræðingur ASÍ sem ætlar að segja okkur frá fjármálafrumvarpi ríkistjórnarinnar með sérstökum verkalýðs vinkli í vöfflukaffi verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar sunnudaginn 6. október í húsnæði Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Strandgötu 43, Hafnarfirði.

Fyrirlesturinn verður um 15 mínútna langur en eftir það er gefin kostur á fyrirspurnum og vitanlega spjalli um málin.

Við leggjum áherslu á að börn eru velkomin, við verðum með skapandi horn fyrir þau þar sem hægt verður að föndra, lita og kubba.

Kjörnir fulltrúar sem mögulega geta – verða á staðnum og spjalla við gesti.

Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar  kappkostar að fá til sín fólk úr verkalýðshreyfingunni til skrafs um stöðu mála fyrsta sunnudag í mánuði á skrifstofu flokksins.

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Stjórn verkalýðsmálaráðs