Helga Vala mætir í morgunkaffi 60+ í Reykjavík

Við minnum á fund 60+ í Reykjavík á morgun, miðvikudaginn 13. nóvember kl. 10.

Gestur okkar verður Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis. Hún mun ræða um starfið í nefndinni og þau frumvörp sem þar liggja fyrir eða eru á leiðinni.

Vegna funda í nefndinni getur Helga Vala ekki komið fyrr um kl. 11.

Eins og venjulega eru allir velkomnir og kaffið og meðlætið verður á sínum stað.