Opinn fundur 60+ í Reykjavík Logi Einarsson ræðir stöðuna í stjórnmálunum 

Við minnum á næsta fund 60+ í Reykjavík sem haldinn verður miðvikudaginn 6.nóvember á Hallveigarstíg 1. Við bjóðum félaga okkar í nágrannasveitarfélögum einnig hjartanlega velkomna.

Að þessu sinni ætlar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar að mæta til fundar við okkur, ræða um flokkinn og stöðuna í pólitíkinni.

Fundurinn byrjar kl. 10.

Minnt er á að við höfum ákveðið að gestir komi í byrjun fundar en ekki kl. 11  og Logi kemur rúmlega 10.
Að venju er kaffi og meðlæti á boðstólum og allir eru velkomnir.

Allir velkomnir og hvattir til að mæta.
Hlökkum til að sjá þig!  

Með kærri kveðju,
stjórn 60+ í Reykjavík