Opinn fundur um velferðarmál í Mosfellsbæ
Samfylkingin í Mosfellsbæ verður með opinn fund laugardaginn 16.nóvember. Fundurinn verður haldinn í Þverholti 3 kl:11 – 13.
Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi verður gestur fundarins. Hún ræðir um velferðarmál og um það í hvernig samfélagi við viljum búa.
Boðið verður upp á gómsæta súpu og brauð.
Heitt á könnunni.
Öll velkomin.