Strandgata 43

Ræðum samband stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga

Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar ræðir samband stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga fundi sínum næsta sunnudag. Sérstakur gestur verkalýðsmálaráðs verður Hall­dór Grön­vold, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri og deild­ar­stjóri fé­lags­mála­deild­ar hjá ASÍ. Yfirskriftin á erindi hans er Samtök launfólks og erindi jafnaðarmanna.
 
Fundurinn er á milli 14 til 16, sunnudaginn 10. nóvember í húsnæði Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Strandgötu 43.
 
Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar kappkostar að fá til sín fólk úr verkalýðshreyfingunni til skrafs um stöðu mála á sunnudögum einu sinni í mánuði. Nýbakaðar vöfflur verða á borðum eins og venja er hjá Verkalýðsmálaráði Samfylkingarinnar og börn eru ávallt velkomin, við verðum með skapandi horn fyrir þau með föndri, litum og kubbum.
 
Kjörnir fulltrúar sem mögulega geta – verða á staðnum og spjalla við gesti.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
 
Fyrir hönd stjórnar verkalýðsmálaráðs,
 
Auður Alfa Ólafsdóttir, Kristín Erna Arnardóttir og Sólveig Jónasdóttir

Sunnudaginn 10. nóvember í húsnæði Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Strandgötu 43, Hafnarfirði kl. 14 til 16.