Garðabær - verkefnafundur

Samfylkingin í Garðabæ bauð sig fram í sveitarstjórnarkosningum 2018, í nafni Garðabæjarlistans. Ásamt Samfylkingunni eru Viðreisn, Vinstri Græn, Björt Framtíð og óháðir.

Garðabæjarlistinn heldur verkefnafundi þar sem farið er yfir stöðuna í bæjarmálunum í Garðabæ. Nefndar- og bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans mæta á þessa fundi, stilla saman strengi, fara yfir áherslur og ákveða hvaða mál skuli sett á oddinn hverju sinni.

Næsti fundur er 4.desember klukkan 19:30 í fundarsal Garðabæjar, Sveinatungu. Gengið er inn að norðanverðu, undir inngangi í Heilsugæsluna.

Við hvetjum fólk til að mæta.

Kveðja stjórnin