Verkalýðsmálaráð kl. 14 - 16

Jólavöfflukaffi Verkalýðsráðs Samfylkingar verður á sunnudaginn 1.desember í Strandgötu 43 í Hafnarfirði.

Með vöfflunum fáum við rjúkandi kakó og samræður um verkalýðsmál og allt hitt sem við teljum að muni gera samfélag okkar fallegt og réttlátt með jöfn tækifæri fyrir alla.

Leikföng og föndurdót fyrir börnin.

Um helgina opnar fyrirmyndar jólaþorp Hafnfirðinga beint á móti fundarsal Samfó.
Tilvalið að skreppa í jólaþorpið fyrir eða eftir vöfflur og kakó.

Hlökkum til að sjá ykkur!