60+ Reykjavík Orange cafe, Ármúla 4  

Góðir félagar
starfsemi flokksins hefur verið flutt að Ármúla 4 – 6, í Orange húsið tímabundið, flokkurinn leigir þar skrifstofur og aðgang að fundarsal.
Við í 60+ ætlum að fækka fundum okkar með fyrirlesara þessa önnina og hafa þá aðra hvora viku. Vikuna sem ekki er fundur með fyrirlesara ætlum við að hittast á sama stað og tíma en á kaffihúsinu sem er á neðstu hæð hússins Orange Café. Fyrsti hittingur á Orange cafe er næsta miðvikudag 29. janúar kl. 10.00

Fundir með fyrirlesara verða sem hér segir; 5. og 19. febrúar 4. og 18. mars 1., 15. og 29. apríl.
Allir fundir með fyrirlesara verða auglýstir með tölvupósti á heimasíðu flokksins og á facebook síðu 60+

Hlökkum til að sjá þig!