Samfylking

Opinn fundur alþjóðanefndar - Alþjóðasamvinna: Lykillinn að lausnum

Næsti fundur Alþjóðanefndar Samfylkingarinnar verður haldinn fimmtudaginn 30. janúar á Orange Café í Ármúla 4 á milli 17 til 18:30.

Fundurinn verður helgaður umræðum um alþjóðasamvinnu og máttinn sem henni fylgir. Allir velkomnir sem áhuga hafa á alþjóðlegum áskorunum.

Alþjóðlegar áskoranir eiga það sameiginlegt að hafa veruleg áhrif á allt eða stóran hluta mannkynsins.

Þær virða engin landamæri, eru viðvarandi og til langframa, eru oft á tíðum samtvinnaðar, erfiðar viðfangs og krefjast sameiginlegs átaks sem flestra, eða allra, stjórnvalda heims og einstaklinga.

Dagskrá:
Ný umhverfisstefna Evrópusambandsins, hvaða lausnir felast í alþjóðasamstarfi? – Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi

Samstaða Norðurlandana í loftslagsmálum og hlutverk sveitarfélaga Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar

Aðkoma Íslands að loftslagsmálum – Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur

Baráttan við ójöfnuð – Henný Hinz, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands (ASÍ)

Mikilvægi alþjóðasamstarfs – Magnús Árni Skjöld, formaður alþjóðanefndar og forseti Félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst

Fundarstjóri:
Sigrún Einarsdóttir, verkefnastjóri fyrir Samfylkinguna