60+ Höfuðborgarsvæðið

 

60+  fundur fimmtudaginn 20. febrúar kl. 10 – 12.
Hvar; Strandgötu 43, Hafnarfirði
Efni fundarins; aðbúnaður eldri borgara á hjúkrunarheimilum með sérstöku tilliti til geðþjónustu, frummælandi Sólveig Ásgrímsdóttir.

Fundur 60+ í Reykjavík þessa vikuna verður sameiginlegur með félögum okkar í Hafnarfirði og eru allir  60+ félagar á höfuðborgarsvæðinu boðnir velkomnir. Fundurinn verður fimmtudaginn 20. febrúar og verður því enginn fundur í Reykjavík á miðvikudaginn.

Umræðuefni fundarins verður aðbúnaður eldri borgara á hjúkrunarheimilum með sérstöku tilliti til geðþjónustu. Geðsjúkdómar aldraðra geta birst með öðrum hætti en hjá öðrum aldurshópum og þarf að sinna þeim sérstaklega. Stjórn landssamtakanna, ákvað að taka fyrir aðbúnað eldri borgara á hjúkrunarheimilum og þegar farið var í þá vinnu stakk í augu að geðþjónusta á hjúkrunarheimilum er nánast engin og geðþjónusta fyrir fólk á eftirlaunaaldri er afar bágborin, þótt afleiðingar þessa vanda séu þekktar.

„Gestur“ á þessum fundi verður undirrituð, sem ætlar að kynna það sem stjórn landsamtaka 60+ hefur verið að gera og þá sérstaklega þetta mál, sem lítið sem ekkert hefur verið fjallað um þó full ástæða væri til.

Allir eru velkomnir á þennan fundi og kaffi og meðlæti verður á boðstólum að venju.

F.h. 60+ í Reykjavík 
Sólveig Ásgrimsdóttir