Hafnarfjörður - kvöldstund með upplýsingafulltrúa Landsbjargar

Kvöldstund með upplýsingafulltrúa Landsbjargar

Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar ætlar að koma í heimsókn til okkar og kynna fyrir okkur það mikilvæga starf sem á sér stað innan félagsins.

Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Félagið var stofnað 2. október 1999, en þá urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi með um 18 þúsund félögum.

Allir velkomnir
Stjórnin