Reykjavík 60+ - Oddný Harðardóttir formaður þingflokks gestur fundarins

Spjallkaffi miðvikudaginn 5. febrúar  
Orange cafe, Ármúla 4, kl. 11 – 13 ATH. breyttan fundartíma. 
Gestur fundarins Oddný Harðardóttir, formaður þinglokks. 

miðvikudaginn 5. febrúar verður Oddný Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar gestur okkar í Spjallkaffi  Ámúla 4-6.  Vakin er sérstök athygli á því að við þurfum að breyta fundartímanum í þetta sinn. Oddný kemur klukkan 11 og fundurinn stendur til kl. 13.  Oddný ætlar að kynna það sem er á döfinni í þinginu og fara yfir efnahagsmálin.

Allir eru velkomnir og það verður kaffi og hið hefðbundna meðlæti í boði.

Eins og fram hefur komið hefur flokkurinn flutt skrifstofur sínar í Orange húsið Ármúla 4-6 tímabundið, þar er gott aðgengi næg bílastæði. Fundir okkar verða með fyrirlesara anna hvorn miðvikudag og hinn miðvikudaginn hittumst við á kaffihúsinu á fyrstu hæð.

Fundir með fyrirlesara verða sem hér segir;
5. og 19. febrúar 4. og 18. mars 1., 15. og 29. apríl.
Allir fundir með fyrirlesara verða auglýstir með tölvupósti, á heimasíðu flokksins og á facebook síðu 60+

Hlökkum til að sjá þig! 

Með kærri kveðju,
f.h. stjórnar 60+ í Reykjavík
Sólveig Ásgrímsdóttir