Aðalfundur sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar - jafnaðarmannaflokks Íslands
Aðalfundar sveitastjórnarráðs Samfylkingarinnar verður haldinn í hádegishléi á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Hljómahöllinni laugardaginn 7. mars.
Sveitastjórnarráð Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands, skal skipað öllu því fólki sem kjörið er sem aðalmenn f.h. Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í sveitastjórnir í landinu í sveitastjórnarkosningum hverju sinni. Fulltrúar af sameiginlegum framboðslistum eiga þar þó einungis sæti ef þeir eru félagar í Samfylkingunni – jafnaðarmannaflokki Íslands.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Setning
- Skýrsla formanns sveitastjórnarráðs Péturs Hrafns Sigurðssonar
- Ávarp varaformanns Samfylkingarinnar Heiðu Bjargar Himisdóttur
- Aukin samvinna og samráð sveitastjórnarfulltrúa. Samstarf sveitastjórnarfulltrúa og flokksins.
- Kosning formanns, ritara og gjaldkera
- Kosning tveggja varamanna
- Önnur mál
Þeir sveitastjórnarfulltrúar sem hafa áhuga á að taka sæti í stjórn eða sæti varamanna eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu flokksins Karen eða Gerðu s. 414 2200 eða netfangið [email protected]
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
f.h. sveitarstjórnarráðs
Pétur Hrafn