Frestað!!!! - Konur og verkalýðshreyfingin
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta fundi Verkalýðsmálaráðs sunnudaginn 8.mars, sem átti að vera í húsnæði Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Strandgötu 43 í Hafnarfirði á milli kl. 14 og 16.
Við ræðum um konur og verkalýðshreyfinguna og fáum til okkar kjarnakonur úr hreyfingunni, nöfn verða auglýst síðar.
Að vanda verður boðið upp á vöfflur, rjúkandi kakó og samræður um verkalýðsmál og allt hitt sem við teljum að muni gera samfélag okkar fallegt og réttlátt með jöfn tækifæri fyrir alla.
Börn, barnabörn og gestir eru sérstaklega velkomin, á staðnum er eitt og annað sem yngri kynslóðir geta leikið sér með, föndurefni og kubbar.