Orange Café, Ármúla 4

FRESTAÐ!! (Sjálfbært Ísland - áskoranir og tækifæri)

Mikið hefur verið spurt um fundarhöld og félagsstarf á vegum flokksins og aðildarfélaga hans vegna COVID-19. Á stjórnarfundi í vikunni var ákveðið að hvetja til þess að draga úr fundarhaldi á vegum flokksins næstu tvær vikurnar og taka stöðuna þá.

Umhverfisnefnd Samfylkingarinnar efnir til opins fundar fimmtudaginn 12. mars kl.17 Orange Café, Ármúla 4

Frummælendur verða:
Andri Snær Magnason, rithöfundur
Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar
Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkusetursins

Ályktun um aðgerðir við loftslagsvá, sem samþykkt var á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar, 19. október kveður á um að gert sé ráð fyrir að draga úr losun gróðurhúslofttegunda um 55% árið 2030, notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt árið 2030, sérstakt embætti loftslagsráðherra verði sett og 2,5% af vergri landsframleiðsu verði varið til loftslagsaðgerða.

Fundarstjóri verður Eva Baldursdóttir lögfræðingur og formaður umhverfisnefndar Samfylkingarinnar.